Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

509 | Hafnalög (EES- reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun)

151. þing | 3.2.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (9.3.2021)

Samantekt

Markmið: Að innleiða reglugerð (ESB) 2017/352 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og reglur um gagnsæi í fjármál­um fyrir hafnir.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að innleidd verði reglugerð (ESB) 2017/352 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og reglur um gagnsæi í fjármál­um fyrir hafnir. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að nútímalegri hafnarþjónustu, skilvirkri notkun hafna og hagstæðu fjárfestingarumhverfi til að þróa hafnir í samræmi við kröfur varðandi flutninga og vörustjórnun. Með því að bæta aðgengi að hafnarþjónustu, innleiða gagnsæi í fjármálum og kveða á um sjálfstæði hafna er ætlað að gæði og skilvirkni þjónustu við hafnarnotendur muni aukast ásamt því að draga úr kostnaði fyrir flutningsþega og stuðla að eflingu flutninga á stuttum sjóleiðum og betri samþættingu sjóflutninga við aðra flutningsmáta. Í frumvarpinu er einnig mælt fyrir um rafræna vöktun í höfnum og í öðru lagi er mælt fyrir um eldisgjald, þ.e. gjald sem tekið er fyrir eldisfisk í sjókvíum, þ.m.t. eldisseiði, sem umskipað er, lestaður er eða losaður í höfnum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Hafnalög, nr. 61/2003.

Kostnaður og tekjur:

Ekki er gert ráð fyrir umtalsverðum áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/352 frá 15. febrúar 2017 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 855 | 3.2.2021

Umsagnir

Eimskip (umsögn)