Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

506 | Fjarskiptastofa

151. þing | 3.2.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að semja lög og reglur um Fjarskiptastofnun sem hefur umsjón með framkvæmd fjarskipta og mætir væntingum samfélagsins og þörfum í heimi fjarskipta- og upplýsinga­tækni.

Helstu breytingar og nýjungar:

Helstu breytingar og nýmæli varða aukna áherslu á nýsköpun og framfarir og hvernig Fjarskiptastofnun geti fylgt eftir hraðri tækniþróun sem best og stutt við slíka þróun. Frumvarpið hefur m.a. að geyma ákvæði um framþróun og uppbyggingu fjarskipta, rannsóknir, þróunarstarf og fræðslu. Þá er aukin áhersla á samstarf, bæði á innlendum vettvangi og erlendis.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir kostnaðarauka fyrir ríkissjóð vegna verkefna Fjarskiptastofnunar umfram það sem rúmast ætti innan fjárhagsramma stofnunarinnar.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 852 | 3.2.2021
Þingskjal 1624 | 7.6.2021
Þingskjal 1707 | 1.7.2021
Þingskjal 1782 | 12.6.2021
Þingskjal 1795 | 12.6.2021

Umsagnir

Sýn hf. (umsögn)