Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að samræma lagaákvæði sem styðja betur við myndun hringrásarhagkerfisins.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum breytingum. Drykkjarvöruumbúðir fyrir létt og sterkt vín sem selt er úr tollfrjálsri verslun við brottför frá landinu voru undanskildar skila- og umsýslugjaldi. Einnig var fallið frá því að gjaldskylda næði til sendiráða og alþjóðastofnana sem flytja inn vörur í gjaldskyldum umbúðum.
Efnisflokkar: Umhverfismál: Mengun | Hagstjórn: Skattar og tollar | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd | Atvinnuvegir: Viðskipti