Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
151. þing
| 1.10.2020
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 18 | Þingskjöl: 9 | Staða: Lokið
Markmið: Að breyta ýmsum lögum sem tengjast tekju- eða gjaldahlið ríkissjóðs í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2021.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að krónutöluskattar (kolefnisgjald, olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald, almennt og sérstakt bensíngjald, bifreiðagjald og gjald á áfengi og tóbak) hækki um 2,5%. Sama gildir um gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra og sérstakt gjald til Ríkisútvarpsins. Gert er ráð fyrir að skattfrelsismörk erfðafjárskatts hækki úr 1,5 milljónum kr. í 5 milljónir kr. ásamt því að þau taki árlegum breytingum miðað við þróun vísitölu neysluverðs. Flestar aðrar breytingar tengjast framlengingu bráðabirgðaákvæða.
Breytingar á lögum og tengd mál: Alls er verið að breyta 19 lögum.
Kostnaður og tekjur:
Afgreiðsla:
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar