Markmið:
Að tryggja að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera. Að auðvelda sveitarfélögum að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldursins þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu. Að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og auðvelda ákvarðanatöku sveitarfélaga við óvenjulegar aðstæður.
Helstu breytingar og nýjungar:
Frumvarpið felur í sér heimildir fyrir sveitarfélög til að víkja frá fjármálareglum sveitarstjórnarlaga til lengri tíma en nú er gert í gildandi lögum. Þá eru lagðar til auknar heimildir Lánasjóðs sveitarfélaga til að lána sveitarfélögum vegna rekstrarhalla. Auk þess er gert ráð fyrir að sveitarfélögum sé veitt meira svigrúm við innheimtu fasteignagjalda. Þá eru lagðar til breytingar á sveitarstjórnarlögum sem veita sveitarfélögum svigrúm til að takast á við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Sveitarstjórnarlög, nr. 138/2011.
Lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr.
4/1995.
Lög um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga, nr.
150/2006.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með breytingum sem voru tæknilegs eðlis.
Efnisflokkar:
Hagstjórn: Efnahagsmál
|
Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins
|
Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit
|
Hagstjórn: Skattar og tollar
|
Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál