Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

471 | Stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála

151. þing | 26.1.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (18.2.2021)

Samantekt

Markmið: Að ná auknum árangri og jákvæðum áhrifum á samfélagið allt með því að efla og samhæfa stefnumótun og áætlanagerð á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar sem miða að því að ná fram markmiðum um aukna samhæfingu og aukin gæði einstakra áætlana á málefnasviðum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, skarpari pólitíska aðkomu að stefnumótun og bætt samráð og samtal við almenning og hagsmunaaðila. Í frumvarpinu er markaður rammi um þessa nýju sýn í stefnumótun og verklagi við undirbúning og gerð áætlana á þessu sviði. Kemur það í stað ákvæða um gerð samgönguáætlunar, fjarskiptaáætlunar og byggðaáætlunar í þrennum gildandi lögum og felur því í sér töluverða einföldun lagareglna á þessu sviði.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um samgönguáætlun, nr. 33/2008, og lög um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, nr. 69/2015. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir beinum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Byggðamál  |  Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 794 | 26.1.2021

Umsagnir