Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

466 | Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (forseti Íslands, ríkisstjórn o.fl.)

151. þing | 21.1.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 24 | Þingskjöl: 4 | Nefnd: SE | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (5.3.2021)

Samantekt

Markmið: Að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands endurspegli sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá landsins. Að auki er lögð til endurskoðun á II. kafla stjórnarskrárinnar um forseta og framkvæmdarvald. Ákvæðið um umhverfisvernd fjallar annars vegar um íslenska náttúru og vernd hennar; nánar tiltekið um gildi náttúrunnar, ábyrgð á vernd hennar og meginsjónarmið og áherslur náttúruverndar. Hins vegar lýtur það að gæðum og réttindum sem almenningur skal njóta. Ákvæðið um náttúruauðlindir fjallar bæði almennt um auðlindir í náttúru Íslands þar sem lögð er áhersla á sjálfbæra nýtingu til hagsbóta fyrir landsmenn en sjónum er einnig beint að auðlindum sem eru á forræði ríkisins. Tillögur frumvarpsins um breytingar á II. kafla stjórnarskrárinnar eiga það sammerkt að uppfæra ýmis ákvæði og skýra betur án mikilla efnisbreytinga. Þannig er lagt til að þingræðisreglan verði fest í stjórnarskrá og kveðið nánar á um þingrof, heimildir starfsstjórna og forystuhlutverk forsætisráðherra. Þá er einnig að finna ýmis nýmæli eins og varðandi forsetakjör, lengd kjörtímabils forseta (sex ár í stað fjögurra) og hámarksfjölda þeirra, ábyrgð forseta og ráðherra og forræði Alþingis á samkomutíma sínum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944.

Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.

Aðrar upplýsingar: Efni um stjórnarskrármál á vef Alþingis.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 787 | 21.1.2021
Frumvarp    
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 819 | 28.1.2021

Umsagnir