Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

465 | Lúganósamningurinn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum (útganga Bretlands úr Evrópusambandinu)

151. þing | 21.1.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að tryggja að hagsmunir bæði einstaklinga og lögaðila fari ekki forgörðum þótt Bretland sé ekki lengur aðili að Lúganósamningnum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að mál sem borist hafa dómstólum fyrir 31. desember 2020, tengjast Bretlandi og byggja á Lúganósamningnum verði unnt að afgreiða á grundvelli samningsins þrátt fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og þar með Lúganósamstarfinu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Lúganósamninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum, nr. 7/2011.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar

Þingskjöl

Þingskjal 786 | 21.1.2021
Þingskjal 970 | 3.3.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1025 | 12.3.2021