Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

457 | Sjúklingatrygging (tryggingavernd í klínískum lyfjarannsóknum)

151. þing | 20.1.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja þátttakendum klínískra lyfjarannsókna tryggingavernd í kjölfar tjóns sem rekja má til eiginleika lyfja sem notuð eru við umræddar rannsóknir. Að gera rannsakendum sem ekki hafa bakhjarl auðveldara að sækja um og fá leyfi frá vísindasiðanefnd fyrir klínískum lyfjarannsóknum og einfalda þar af leiðandi umsóknarferlið líkt og kveðið er á um í vísindastefnu til ársins 2030. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að útvíkka tryggingavernd laga um sjúklingatryggingu þannig að verndin nái yfir tjón þátttakenda í klínískum lyfjarannsóknum, sem rekja má til eiginleika lyfs sem var til rannsóknar, á heilbrigð­is­stofnunum þar sem rann­sak­endur eru ekki með bakhjarl.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um sjúklingatryggingu, nr. 111/2000.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Stefna heilbrigðisráðherra í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði til 2030. Heilbrigðisráðuneytið, september 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingu.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál

Þingskjöl

Þingskjal 777 | 20.1.2021
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 963 | 3.3.2021
Þingskjal 1014 | 12.3.2021
Þingskjal 1026 | 12.3.2021

Umsagnir

Velferðarnefnd | 10.2.2021
Landspítalinn (umsögn)