Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að framlengja heimild til að semja um rýmri vinnutíma en ákvæði laganna gera ráð fyrir vegna þeirra starfsmanna sem veita þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að framlengja gildistíma bráðabirgðaákvæðis 9 í lögunum til og með 31. desember 2021 þannig að áfram verði tryggt að unnt sé að semja um frávik frá ákvæðum laganna hvað varðar vinnutíma þeirra starfsmanna sem veita þjónustu á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir á meðan fram fer fyrirhuguð heildarendurskoðun á lögunum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að framlengja gildistímann til 1. apríl 2022 í stað 31. desember 2021.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál