Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

444 | Breyting á ýmsum lögum til einföldunar á regluverki

151. þing | 18.1.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að einfalda starfsumhverfi atvinnulífsins eins og kostur er og taka til endurskoðunar og eftir atvikum fella brott úrelt lagaákvæði og óþarfa leyfisveitingar. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar á ýmsum lögum sem snúa að einföldun regluverks og leyfisveitingum. Lagt er til að próf til viðurkenningar bókara sem ráðherra veitir verði aflögð. Þá er lagt til að fella burt lagaákvæði um tryggingardeild útflutningslána. Enn fremur er gert ráð fyrir að felld verði brott lög um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um bókhald, nr. 145/1994.

Lög um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, nr. 61/1997.
Lög um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015.
Lög um lausafjárkaup, nr. 50/2000.
Höfundalög, nr. 73/1972.
Lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

Við gildistöku laganna falla úr gildi lög um verslunaratvinnu, nr. 28/1998 og lög um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga, nr. 27/1981.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að þeim sem það kjósa verði gefinn kostur á að ljúka prófum til viðurkenningar bókara fyrir 1. apríl 2024.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 757 | 18.1.2021
Þingskjal 1051 | 17.3.2021
Þingskjal 1238 | 19.4.2021
Þingskjal 1252 | 19.4.2021

Umsagnir

Myndstef (umsögn)
Myndstef (viðbótarumsögn)