Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

441 | Vextir og verðtrygging (takmarkanir á notkun verðtryggingar í lánssamningum til neytenda)

151. þing | 18.1.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Sent til ríkisstjórnar

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 2 | Staða: Í 2. umræðu

Samantekt

Markmið: Að stíga skref til afnáms verðtryggingar á lánum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að hámarkstími verðtryggðra jafngreiðslulána til neytenda verði 25 ár nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er lagt til að lágmarkstími verðtryggðra jafngreiðslulána til neytenda verði tíu ár í stað fimm ára en með því yrði komið í veg fyrir verðtryggingu allra eða allflestra tegunda neytendalána, þ.e. annarra en fasteignalána.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.

Kostnaður og tekjur:

Bein áhrif frumvarpsins á afkomu A-hluta ríkissjóðs eru óveruleg. Þau eru einkum í gegnum vaxtabótakerfið en þar ber að líta til þess að ákvæði frumvarpsins taka aðeins til nýrra lánveitinga og óvíst er hvernig sá hópur sem hefði að öðrum kosti tekið 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán muni haga sínum lántökum og þ.a.l. hver vaxtabyrði hans verður.

Aðrar upplýsingar: Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um markviss skref til afnáms verðtryggingar (3. apríl 2019).

Afgreiðsla: Málinu var vísað til ríkisstjórnarinnar eftir 2. umræðu.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 752 | 18.1.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson

Umsagnir

BSRB (umsögn)