Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

424 | Slysatryggingar almannatrygginga (atvinnusjúkdómar, miskabætur o.fl.)

151. þing | 17.12.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að skýra réttarframkvæmd, skjóta styrkari stoðum undir reglugerðir og draga úr takmarkatilvikum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið felur í sér endurskoðun á slysahugtaki laganna og ákvæðum laganna er varða bótarétt vegna slysa við ferðir til og frá vinnu auk þess sem afmarka þarf hugtök og atvinnusjúkdóma. Jafn­framt er lagt er til að bætur fyrir varanlegt líkamstjón samkvæmt gildandi lögum verði miskabætur samkvæmt skaðabótalögum. Þá er lagt til að bætur slysatrygginga almannatrygginga verði eingreiðslubætur og greiðist af Sjúkratryggingum Íslands. Enn fremur er gert ráð fyrir að tengingu bóta samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga við lög um almannatryggingar verði slitið.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um slysatryggingar almannatrygginga, nr. 45/2015.

Lög um tryggingagjald, nr. 113/1990.
Lög um almannatryggingar, nr. 100/2007.
Lög um sjúkratryggingar, nr. 112/2008.
Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að varanleg árleg hækkun útgjalda ríkissjóðs verði um 306 milljónir kr. (189 milljónir kr. vegna slysatrygginga og 117 milljónir kr. vegna lífeyristrygginga). Að auki er gert ráð fyrir stofnkostnaði að upphæð 6 milljónir kr. vegna kerfisbreytinga hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar

Þingskjöl

Þingskjal 671 | 17.12.2020
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1643 | 8.6.2021
Þingskjal 1693 | 10.6.2021
Þingskjal 1700 | 10.6.2021
Flutningsmenn: Birgir Þórarinsson
Þingskjal 1778 | 1.7.2021
Þingskjal 1819 | 13.6.2021

Umsagnir

Velferðarnefnd | 8.2.2021
Fulltingi slf. (umsögn)
Velferðarnefnd | 10.2.2021