Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

400 | Breyting á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála (einföldun úrskurðarnefnda)

151. þing | 14.12.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að deilur neytenda við fjármálafyrirtæki, vátryggingafyrirtæki, vátryggingamiðlara og fasteignasala verði leystar hjá frjálsum viðurkenndum úrskurðaraðilum í stað lögbundinna úrskurðaraðila. Að leggja niður úrskurðarnefnd um dreifingu vátrygginga. Að gera starfsemi eftirlitsnefndar fasteignasala skilvirkari og auka svigrúm hennar til eftirlits. Að gera fyrirkomulag nefndanna skýrara í lagalegu tilliti og sveigjanlegra að því er varðar aðstöðu og rekstur. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar til að hægt sé að innleiða réttilega tilskipun 2013/11/ESB um lausn deilumála neytenda utan dómstóla og tryggja þannig að neytendur hafi ávallt aðgang að faglegri og skilvirkri málsmeðferð utan dómstóla vegna ágreinings við seljendur sem fellur undir gildissvið laganna. Lagt er til að afnema ákvæði um úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki úr lögum og þar með skylduaðild fjármálafyrirtækja að nefndinni. Í staðinn er lagt til að neytendum verði vísað á þann úrskurðaraðila sem er bær til að taka ágreining neytenda til meðferðar samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála. Þá er lagt til að leggja niður úrskurðarnefnd um dreifingu vátrygginga og fella úr gildi lagaákvæði sem fjalla um úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum. Lagt er til að í stað vísunar til úrskurðarnefndanna komi vísun til viðeigandi úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála. Einnig er lagt til að breyta hlutverki eftirlitsnefndar fasteignasala samkvæmt lögum um sölu fasteigna og skipa þannig að hún taki ekki lengur til meðferðar einkaréttarlegan ágreining kaupanda eða seljanda fasteignar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála, nr. 81/2019.

Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Lög um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011.
Lög um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.
Lög um neytendalán, nr. 33/2013.
Lög um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016.
Lög um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004.
Lög um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019.
Lög um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð en að þau verði fremur til þess fallin að draga úr kostnaði ríkissjóðs en að auka hann.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/11 frá 21. maí 2013 um lausn deilumála neytenda utan dómstóla og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 og tilskipun 2009/22/EB (tilskipun um lausn deilumála neytenda utan dómstóla (ADR)).

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 574 | 14.12.2020
Þingskjal 1023 | 15.3.2021
Þingskjal 1045 | 16.3.2021

Umsagnir