Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að deilur neytenda við fjármálafyrirtæki, vátryggingafyrirtæki, vátryggingamiðlara og fasteignasala verði leystar hjá frjálsum viðurkenndum úrskurðaraðilum í stað lögbundinna úrskurðaraðila. Að leggja niður úrskurðarnefnd um dreifingu vátrygginga. Að gera starfsemi eftirlitsnefndar fasteignasala skilvirkari og auka svigrúm hennar til eftirlits. Að gera fyrirkomulag nefndanna skýrara í lagalegu tilliti og sveigjanlegra að því er varðar aðstöðu og rekstur.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála, nr. 81/2019.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð en að þau verði fremur til þess fallin að draga úr kostnaði ríkissjóðs en að auka hann.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/11 frá 21. maí 2013 um lausn deilumála neytenda utan dómstóla og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 og tilskipun 2009/22/EB (tilskipun um lausn deilumála neytenda utan dómstóla (ADR)).
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Viðskipti