Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: EV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (30.10.2020)
Markmið: Að heimila dótturfélögum félaga í aðildarríkjum EES og EFTA eða í Færeyjum, sem staðsett eru hér á landi, samsköttun með innlendum samstæðufélögum. Að festa í sessi undanþágu fyrir innlend samstæðufélög frá takmörkunum á reglum um vaxtafrádrátt. Að útvíkka ábyrgð og skyldu innlendra aðila í byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð á skilum á staðgreiðslu, þ.e. þegar um er að ræða vinnu starfsmanna erlendra aðila fyrir innlenda aðila hér á landi, að tilteknum skilyrðum uppfylltum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að dótturfélögum félaga í aðildarríkjum EES og EFTA eða í Færeyjum, sem staðsett eru hér á landi, verði heimil samsköttun með innlendum samstæðufélögum. Þá er lagt til að hérlendu móðurfélagi verði heimilt að óska eftir takmarkaðri samsköttun með dótturfélögum sínum skráðum innan eins aðildarríkis EES, EFTA eða í Færeyjum að því gefnu að öll almenn skilyrði samsköttunar séu uppfyllt að öðru leyti. Einnig er lagt til að festa í sessi undanþágu fyrir innlend samstæðufélög frá takmörkunum á reglum um vaxtafrádrátt. Loks eru lagðar til breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, um skattlagningu starfsmanna sem koma hingað til lands á grundvelli samninga um útleigu vinnuafls eða annars konar vinnuframlag í byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kostnaður og tekjur: Á þessu stigi er ekki hægt að meta hvaða áhrif ákvæði frumvarpsins um samsköttun muni hafa en þau munu koma fram sem lækkun á tekjuskatti lögaðila vegna samnýtingar og nýtingar á rekstrartapi innan samstæðu. Hvað varðar ákvæði frumvarpsins um útsenda starfsmenn þá er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs vegna aukins tekjuskatts einstaklinga og tryggingagjalds muni aukast um allt að 300 milljónir kr. á ári.
Aðrar upplýsingar: Áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA til Íslands um samsköttun og nýtingu eftirstöðva rekstrartapa félaga (27. mars 2018).
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti