Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

399 | Tekjuskattur (hvatar til fjárfestinga)

151. þing | 11.12.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að hvetja til fjárfestinga einkaaðila í atvinnurekstrareignum með sérstaka áherslu á eignir sem teljast umhverfisvænar og stuðla að sjálfbærni í umhverfismálum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið felur í sér tvenns konar frávik frá gildandi lögum sem taka til fjárfestinga í atvinnurekstrareignum í formi lausafjár. Annars vegar er um að ræða heimild til þess að fyrna slíkar eignir sem aflað er á árinu 2021 hraðar en gildandi lög segja til um (flýtifyrning). Sú aðgerð getur almennt leitt til lægri skattgreiðslna fyrstu árin eftir kaup en á móti kæmi hærri skattgreiðsla á síðari árum þegar búið væri að fyrna stofnverðið að niðurlagsverði (10%). Hins vegar er um að ræða heimild til að reikna sérstakt fyrningarálag af stofnverði (kaupverði) ákveðinna atvinnurekstrareigna sem aflað er á árunum 2021–2022 sem heimilt yrði að fyrna með jöfnum fjárhæðum á þremur árum í fyrsta skipti frá og með rekstrarárinu 2023 (gjaldárið 2024). Skilgreining þeirra eigna sem falla undir heimildina eru eignir sem teljast umhverfisvænar, stuðla að sjálfbærri þróun og falla undir einn af þeim fjórum flokkum sem taldir eru upp í frumvarpinu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.

Kostnaður og tekjur:

Áhrif á ríkissjóð eru nokkurri óvissu háð en þó er gert ráð fyrir að heildarkostnaður ríkissjóðs verði 4 milljarðar kr. að núvirði. Þar af eru 400 milljónir kr. vegna frestunar á skattgreiðslum fyrirtækja vegna heimildar til flýtifyrninga, sem gert er ráð fyrir að ríkissjóður endurheimti á árunum 2024-2027, en 3,6 milljarðar kr. vegna lækkunar tekjustofna vegna ívilnana grænna fjárfestinga.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Ákvæði um heimild til að fyrna atvinnurekstrareignir í formi lausafjár var einnig látið taka til eigna sem aflað er á árinu 2022. Hlutfalli fyrningarálags var breytt með þeim hætti að það verður 25% vegna lögaðila sem sæta 20% tekjuskatti, 13,3% vegna lögaðila sem sæta 37,6% tekjuskatti og 13,18% vegna einstaklinga í atvinnurekstri. Þá mun heimild til fyrningarálags gilda til loka árs 2025.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Umhverfismál: Mengun  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 570 | 11.12.2020
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1171 | 31.3.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1172 | 31.3.2021
Þingskjal 1241 | 19.4.2021
Þingskjal 1264 | 20.4.2021

Umsagnir

Fenúr (umsögn)
KPMG ehf. (umsögn)