Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
151. þing
| 11.12.2020
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að hvetja til fjárfestinga einkaaðila í atvinnurekstrareignum með sérstaka áherslu á eignir sem teljast umhverfisvænar og stuðla að sjálfbærni í umhverfismálum.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Kostnaður og tekjur:
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Ákvæði um heimild til að fyrna atvinnurekstrareignir í formi lausafjár var einnig látið taka til eigna sem aflað er á árinu 2022. Hlutfalli fyrningarálags var breytt með þeim hætti að það verður 25% vegna lögaðila sem sæta 20% tekjuskatti, 13,3% vegna lögaðila sem sæta 37,6% tekjuskatti og 13,18% vegna einstaklinga í atvinnurekstri. Þá mun heimild til fyrningarálags gilda til loka árs 2025.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Umhverfismál: Mengun | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Hagstjórn: Skattar og tollar