Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

378 | Sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags)

151. þing | 30.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 37 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auka sjálfstjórn og sjálfbærni sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið í heild.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að kveðið verði á um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði eitt þúsund og í frumvarpinu er mælt fyrir um aðlögun að slíku lágmarki og hvernig málsmeðferð skuli háttað þegar ráðherra hefur frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga. Önnur ákvæði frumvarpsins tengjast sameiningu sveitarfélaga, s.s. ákvæði sem skýrir og eykur heimildir sveitarfélaga til að nýta fjarfundabúnað á fundum sínum. Einnig er lagt til að sveitarfélög þurfi að móta stefnu um þjónustustig byggða sem eru fjarri stærri byggðakjörnum. Að auki eru lagðar til ýmsar aðrar breytingar sem miða að því að draga úr lagahindrunum við sameiningu sveitarfélaga.

Breytingar á lögum og tengd mál: Sveitarstjórnarlög, nr. 138/2011.

Lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með allnokkrum breytingum. Fellt var brott ákvæði þar sem kveðið var á um að ráðherra skyldi eiga frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga í þeim tilvikum þar sem sveitarfélag næði ekki lágmarksstærð. Samþykkt var að kveða á um að sveitarstjórn sveitarfélags sem ekki nær lágmarksstærð beri að leitast við að ná markmiðum um aukna sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þess til að annast lögbundin verkefni. Til þess að ná þeim markmiðum geti sveitarstjórn annaðhvort hafið formlegar sameiningarviðræður á grundvelli 119. gr. sveitarstjórnarlaga eða látið vinna álit um stöðu sveitarfélagsins og sameiningarkosti þess. Í stað ákvæðis um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags skyldi vera eitt þúsund íbúar var samþykkt ákvæði um þá almennu stefnumörkun að stefna skuli að því að lágmarksstærð sveitarfélags verði eitt þúsund íbúar.

Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 470 | 30.11.2020
Þingskjal 1622 | 7.6.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1623 | 7.6.2021
Þingskjal 1639 | 8.6.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1770 | 1.7.2021
Þingskjal 1811 | 13.6.2021

Umsagnir

Ásahreppur (athugasemd)