Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 37 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að auka sjálfstjórn og sjálfbærni sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið í heild.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Sveitarstjórnarlög, nr. 138/2011.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með allnokkrum breytingum. Fellt var brott ákvæði þar sem kveðið var á um að ráðherra skyldi eiga frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga í þeim tilvikum þar sem sveitarfélag næði ekki lágmarksstærð. Samþykkt var að kveða á um að sveitarstjórn sveitarfélags sem ekki nær lágmarksstærð beri að leitast við að ná markmiðum um aukna sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þess til að annast lögbundin verkefni. Til þess að ná þeim markmiðum geti sveitarstjórn annaðhvort hafið formlegar sameiningarviðræður á grundvelli 119. gr. sveitarstjórnarlaga eða látið vinna álit um stöðu sveitarfélagsins og sameiningarkosti þess. Í stað ákvæðis um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags skyldi vera eitt þúsund íbúar var samþykkt ákvæði um þá almennu stefnumörkun að stefna skuli að því að lágmarksstærð sveitarfélags verði eitt þúsund íbúar.
Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál