Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

374 | Tekjuskattur (fjármagnstekjuskattur)

151. þing | 30.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að útfæra tillögur starfshóps um endurskoðun skattstofns fjármagnstekjuskatts m.t.t. verðbólgu þar sem hún hefur áhrif á skattbyrði fjármagnstekna.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að frítekjumark vaxtatekna hjá einstaklingum, hvort sem þeir bera ótakmarkaða eða takmarkaða skattskyldu hér á landi, hækki úr 150.000 kr. í 300.000 kr. á ári. Þá er lagt til að frítekjumarkið nái einnig til úthlutaðs arðs og söluhagnaðar hlutabréfa í félögum sem skráð eru á skipulegum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi fjármálagerninga. Lagt er til að sömu reglur skuli gilda um söluhagnað af frístundahúsnæði til eigin nota og um íbúðarhúsnæði sem ekki er nýtt til eigin nota að því tilskildu að um langtímaeignarhald hafi verið að ræða (lágmark 5 ár frá söludegi) en ekki skammtímafjárfestingu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.

Lög um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir því að heildarlækkun tekna ríkissjóðs muni nema um 1,5–1,8 milljörðum kr.

Aðrar upplýsingar: Skattstofn fjármagnstekjuskatts og áhrif verðbólgu. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, 1. nóvember 2020.

Afgreiðsla:

Samþykkt með nokkrum breytingum, m.a. þeim að stærðarmörk 1. mgr. 17. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, gildi jafnframt um sölu frístundahúsnæðis og að lágmarkseignarhaldstími á söludegi verði lengdur úr 5 í 7 ár. Þá voru greinar frumvarpsins um fjármagnstekjuskatt gengishagnaðar felldar brott.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 466 | 30.11.2020
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 602 | 15.12.2020
Þingskjal 623 | 16.12.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 649 | 18.1.2021
Þingskjal 682 | 17.12.2020

Umsagnir

BSRB (umsögn)
Skatturinn (umsögn)