Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

373 | Rannsókn og saksókn í skattalagabrotum (tvöföld refsing, málsmeðferð)

151. þing | 30.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að styrkja eftirlit og rannsóknir skattundanskota.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar á efnisreglum, stofn­anauppbyggingu og samstarfi til að koma í veg fyrir að tvöföldum refsingum verði beitt í mála­flokki skattamála. Lagt er til að embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins verði lagt niður og þess í stað verði til sérstök eining innan Skattsins en skattrannsóknarstjóri mun heyra beint undir ríkisskattstjóra. Þá er lagt til að útiloka að álagi verði beitt samhliða stjórnvaldssektum eða refsingum vegna skattalagabrota. Einnig felur frumvarpið í sér ýmsar tillögur um að skýra nánar fyrirkomulag rannsóknar í kjölfar skattalagabrota sem eiga að stuðla að því að gera kerfið gagnsærra og skilvirkara.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.

Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
Lög um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996.
Lög um yfirskattanefnd, nr. 30/1992.
Lög um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019.
Lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
Lög um ársreikninga, nr. 3/2006.
Lög um bókhald, nr. 145/1994.
Lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004.
Lög um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004.
Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.
Lög um skattlagningu á kolvetnisvinnslu, nr. 109/2011.
Lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi, nr. 75/2019.

Kostnaður og tekjur: Tímabundinn kostnaðarauki verður af sameiningu embættis skattrannsóknarstjóra við embætti Skattsins en til frambúðar ætti að nást fram aukið hagræði með sameiginlegri nýtingu stoðkerfa og hagkvæmari nýtingu mannafla.

Aðrar upplýsingar:



Tillögur nefndar um rannsókn og saksókn skattalagabrota (11. september 2019).

Vinnuhópur um tillögur nefndar um saksókn skattalagabrota. Dómsmálaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, 24. janúar 2020.

Afgreiðsla: Samþykkt með allnokkrum tæknilegum breytingum auk þess sem bætt var við ákvæði í lög um virðisaukaskatt sem ætlað er að koma í veg fyrir að álagi verði beitt samhliða sektum eða annarri refsingu vegna skattalagabrota.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 465 | 30.11.2020
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1061 | 18.3.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1062 | 18.3.2021
Þingskjal 1239 | 19.4.2021
Þingskjal 1262 | 20.4.2021

Umsagnir

KPMG ehf. (umsögn)
KPMG, LOGOS og PwC (viðbótarumsögn)
Logos (umsögn)