Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

372 | Virðisaukaskattur o.fl.

151. þing | 30.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Markmið frumvarpsins eru fjölbreytileg, s.s. að draga úr óvissu og auka skýrleika í skattframkvæmd sem og að stuðla að framgangi markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að kveðið verði skýrar á um gildandi undanþágu virðisaukaskatts vegna sölu fjármálaþjónustu og milligöngu um hana. Í því sambandi er lagt til að „vátryggingastarfsemi“, sem er einnig undanþegin virðisaukaskatti, verði felld undir hugtakið „fjármálaþjónusta“. Þá er lagt til að átakið Allir vinna verði framlengt til og með 31. desember 2021. Lögð er til lækkun á heimilaðri hámarkslosun tengiltvinnbifreiða sem falla undir ívilnun bráðabirgðaákvæðis 24 í  lögum um virðisaukaskatt. Með því skapast hvati hjá innflutnings- og söluaðilum tengiltvinnbifreiða til innflutnings og sölu á umhverfisvænni tengiltvinnbifreiðum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.

Lög um fjársýsluskatt, nr. 165/2011.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs lækki um 9 milljarða kr.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. T.d. verður sala streymisþjónustu að stökum tónleikum, listdanssýningum og leiksýningum að fullu undanþegin virðisaukaskatti á tímabilinu 1. nóvember 2020 til og með 30. júní 2021, enda sé um að ræða viðburð sem háður er fjöldatakmörkunum vegna sóttvarnaráðstafana. Einnig var rekstraraðilum gert kleift að fresta allt að tveimur gjalddögum staðgreiðslu launa og tryggingagjalds á árinu 2021.

Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Umhverfismál: Mengun  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 464 | 30.11.2020
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 605 | 15.12.2020
Þingskjal 648 | 17.12.2020
Þingskjal 661 | 17.12.2020
Þingskjal 681 | 17.12.2020

Umsagnir

KPMG ehf. (umsögn)