Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

371 | Sjúklingatrygging (bótaréttur vegna bólusetningar)

151. þing | 30.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að treysta skaðabótaréttarlega stöðu þeirra sem kunna að verða fyrir líkamstjóni við eða í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19-sjúkdómnum, sé notað til þess bóluefni sem hérlend heilbrigðisyfirvöld leggja til.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að greiddar skuli bætur til þeirra sem verða fyrir líkamstjóni eftir að hafa gengist undir bólusetningu á Íslandi gegn COVID-19-sjúkdómnum á árunum 2021–2023 með bóluefni sem lagt er til af hálfu íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Gert er ráð fyrir að slíkar bætur greiðist vegna tjóns sem hlýst af eiginleikum bóluefnis eða rangrar meðhöndlunar þess, þ.m.t. við flutning þess, geymslu, dreifingu eða bólusetningu af hálfu heilbrigðisstarfsmanns.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um sjúklingatryggingu, nr. 111/2000.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs geti orðið 128.228.383 kr. á ári næstu tvö árin.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að lögin ná til þeirra sem gangast undir bólusetningu á Íslandi gegn COVID-19 á árunum 2020–2023.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál

Þingskjöl

Þingskjal 463 | 30.11.2020
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 585 | 14.12.2020
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 637 | 17.12.2020
Þingskjal 680 | 17.12.2020

Umsagnir