Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

369 | Hálendisþjóðgarður

151. þing | 30.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Sent til ríkisstjórnar

Umsagnir: 158 | Þingskjöl: 4 | Staða: Í 2. umræðu

Samantekt

Markmið:

Að vernda náttúru og sögu þjóðgarðsins, svo sem landslag, víðerni, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar og tryggja tilvist heildstæðra vistkerfa og náttúrulegra ferla; að gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru, menningar og sögu þjóðgarðsins; að auðvelda almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist; að stuðla að því að almenningur geti stundað útivist innan þjóðgarðsins í sátt við náttúru og menningarminjar; að leitast við að efla samfélag og styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins og á landinu öllu, meðal annars með því að hvetja til sjálfbærrar nýtingar á gæðum svæðisins; að þjóðgarðurinn verði vettvangur umræðu og ákvarðanatöku um landnýtingu innan þjóðgarðs og þróun hennar; að stuðla að rannsóknum og fræðslu um þjóðgarðinn og ýta undir aukinn skilning almennings á gæðum og sérstöðu hans; að endurheimta vistkerfi sem hafa raskast; að varðveita þjóðlendur í þjóðgarði og viðhalda virði þeirra í náttúrufarslegu og menningarlegu tilliti; og að stuðla að samvinnu og samstarfi við félög og sjálfboðaliða um málefni landsvæðisins.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að ráðherra verði heimilt að friðlýsa tiltekið landsvæði á miðhálendinu sem þjóðgarð (Hálendisþjóðgarður). Gert er ráð fyrir að Hálendisþjóðgarður verði sjálfstæð ríkisstofnun með forstjóra og stjórn. Lagt er til að þjóðgarðinum verði skipt í rekstrarsvæði þar sem umdæmisráð marki stefnu og fari með umsjón hvers rekstrarsvæðis, þ.m.t. meginákvarðanir um landnýtingu í stjórnunar- og verndaráætlun. Lagt er til að stjórn þjóðgarðsins marki stefnu í málefnum hans í heild og staðfesti áætlanir og ákvarðanir umdæmisráða. Gert er ráð fyrir að önnur efnisákvæði verði að mestu leyti þau sömu fyrir Hálendisþjóðgarð og eru í gildandi lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, t.d. um stjórnunar- og verndaráætlun, almennar meginreglur um háttsemi í þjóðgarðinum, starfsemi í þjóðgarðinum, atvinnustefnu, landnýtingu, þjónustu auk almennra reglna um eftirlit og valdheimildir vegna þess.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna falla úr gildi lög um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007, og jafnframt verða breytingar á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013.

Kostnaður og tekjur: Árlegur rekstrarkostnaður er áætlaður um 600–700 milljónir kr. á ári þegar þjóðgarðurinn verður komin í fullan rekstur og gert er ráð fyrir að auknar sértekjur geti verið 100–200 milljónir kr. Í fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020–2024 er gert ráð fyrir stigvaxandi fjárveitingum á árunum 2021–2023. Gert er ráð fyrir að þessar auknu fjárveitingar muni standa undir þeim viðbótarrekstrarkostnaði sem hlýst af stofnun Hálendisþjóðgarðs.

Aðrar upplýsingar:

Forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Lokaskýrsla nefndar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 7. nóvember 2017.

Nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs (2018–2019).

Afgreiðsla: Málinu var vísað til ríkisstjórnarinnar eftir 2. umræðu.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 461 | 30.11.2020
Þingskjal 1692 | 10.6.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1710 | 11.6.2021
Nefndarálit    

Umsagnir

Landvernd (umsögn)