Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að því að íþróttafélög geti hafið óbreytta starfsemi að nýju eftir að þeim hefur verið gert að fella niður starfsemi á tilteknu tímabili skv. 1. gr., að hluta eða öllu leyti, vegna opinberra sóttvarnaráðstafana í tengslum við heimsfaraldur kórónuveiru. Með þessu er stefnt að því að sem minnstar raskanir verði á íþróttastarfi á Íslandi til lengri tíma litið vegna faraldursins.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimilt verði að greiða íþróttafélagi launakostnað vegna launamanna, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, hafi hlutaðeigandi íþróttafélagi verið gert að fella tímabundið niður starfsemi, að hluta eða öllu leyti, vegna opinberra sóttvarnaráðstafana á tímabilinu frá 1. október 2020 til og með 30. júní 2021.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur:
Aðrar upplýsingar: Íþrótta- og æskulýðsstarf: Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð. Mennta- og menningarmálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið, 31. október 2020.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Gildissvið frumvarpsins var víkkað svo að það næði til íþróttamanna, þjálfara, aðstoðarmanna og annarra sem tengjast æfingum og keppni íþróttafélaga samkvæmt launasamningi eða verktakasamningi til tiltekins tíma. Launatengd gjöld voru færð undir gildissvið laganna og hámark greiðslna lækkað úr 500.000 kr. á mánuði fyrir hvern launamann eða verktaka niður í 400.000 kr.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Íþróttir og æskulýðsmál