Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

361 | Félagsleg aðstoð og almannatryggingar (framfærsluuppbót og eingreiðsla)

151. þing | 30.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að bæta kjör örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að dregið verði úr áhrifum tekjutryggingar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega úr 100% í 95% við útreikning sérstakrar framfærsluuppbótar. Þá er lagt til að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fái 50.000 kr. skattfrjálsa eingreiðslu sem greiðist eigi síðar en 31. desember 2020.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.

Lög um almannatryggingar, nr. 100/2007.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna lækkunar á tekjutryggingu við útreikning sérstakrar framfærsluuppbótar nemi 1.181 milljónum kr. á árinu 2021.


Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna skattfrjálsu eingreiðslunnar geti numið allt að 1.068 milljónum kr.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 453 | 30.11.2020
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 510 | 7.12.2020
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 542 | 9.12.2020

Umsagnir

3.12.2020