Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að renna styrkari stoðum undir starfsemi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, barnaverndarlögum, nr. 80/2002, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, nr. 160/2008, og lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs aukist varanlega um 48 milljónir kr. á ári vegna fjögurra nýrra stöðugilda hjá nýju stofnuninni stofnun auk tímabundins stofnkostnaðar í upphafi sem metinn er á milli 15–20 milljónir kr.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál