Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

356 | Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

151. þing | 30.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að renna styrkari stoðum undir starfsemi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sett verði sérstök lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála en með stofnun hennar verður ráðuneytisstofnunin Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar lögð niður. Lagt er til að styrkja eftirlit með gæðum velferðarþjónustu sem Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur hingað til sinnt. Gert er ráð fyrir að nýja stofnunin muni m.a. fara með eftirlit með gæðum samþættingar þjónustu í þágu barna og eftirlit með barnaverndar­þjón­ustu sem nú er sinnt af Barnaverndarstofu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, barnaverndarlögum, nr. 80/2002, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, nr. 160/2008, og lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs aukist varanlega um 48 milljónir kr. á ári vegna fjögurra nýrra stöðugilda hjá nýju stofnuninni stofnun auk tímabundins stofnkostnaðar í upphafi sem metinn er á milli 15–20 milljónir kr. 

Aðrar upplýsingar:

Viljayfirlýsing um aukið samstarf í þágu barna. Félagsmálaráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, 7. september 2018.

Þingmannanefnd um málefni barna. Félagsmálaráðuneytið, 8. október 2018.

Stýrihópur Stjórnarráðsins í málefnum barna. Félagsmálaráðuneytið, 22. janúar 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 442 | 30.11.2020
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1551 | 31.5.2021
Þingskjal 1616 | 10.6.2021
Þingskjal 1651 | 9.6.2021
Þingskjal 1725 | 11.6.2021

Umsagnir

Velferðarnefnd | 25.1.2021
Akureyrarbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 11.1.2021
Barnaheill (umsögn)
Velferðarnefnd | 11.1.2021
Barnaverndarstofa (umsögn)
Velferðarnefnd | 7.5.2021
Velferðarnefnd | 25.1.2021
Kópavogsbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 11.1.2021
Velferðarnefnd | 18.1.2021
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 18.5.2021
Persónuvernd (athugasemd)
Velferðarnefnd | 1.2.2021
Reykjavíkurborg (umsögn)
Velferðarnefnd | 13.1.2021