Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

355 | Barna- og fjölskyldustofa

151. þing | 30.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að setja á stofn nýja ríkisstofnun til að sinna ýmsum verkefnum sem tengjast þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að komið verði á fót nýrri stjórnsýslustofnun, Barna- og fjölskyldustofu, sem mun sinna verkefnum sem tengjast samþættingu þjónustu og almennri velferðarþjónustu í þágu barna. Með stofnun Barna- og fjölskyldustofu verður Barnaverndarstofa lögð niður og flest verkefni hennar flytjast til nýrrar stofnunar. Lagt er til að Barna- og fjölskyldustofa sjái um uppbyggingu úrræða og yfirstjórn heimila og stofnana fyrir börn sem nú er í höndum Barnaverndarstofu. Þá er lagt til að stofnunin sinni stuðningi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila vegna þjónustu í þágu barna.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, barnaverndarlögum, nr. 80/2002, lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, nr. 160/2008, lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, og lögum um útlendinga, nr. 80/2016.

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir kostnaður vegna fjölgunar starfa geti orðið árlega allt að 250 milljónir kr. Einnig er gert ráð fyrir tímabundnum stofnkostnaði vegna fjölgunar starfsfólks um allt að 50 milljónir kr. Þá er gert ráð fyrir að kostnaður vegna gerðar gagnagrunns í barnavernd verði 150 milljónir kr. árið 2021 auk 10 milljóna kr. varanlegrar rekstrarfjárveitingar.

Aðrar upplýsingar:

Viljayfirlýsing um aukið samstarf í þágu barna. Félagsmálaráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, 7. september 2018.

Þingmannanefnd um málefni barna. Félagsmálaráðuneytið, 8. október 2018.

Stýrihópur Stjórnarráðsins í málefnum barna. Félagsmálaráðuneytið, 22. janúar 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 441 | 30.11.2020
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1550 | 31.5.2021
Þingskjal 1615 | 8.6.2021
Þingskjal 1650 | 8.6.2021
Þingskjal 1724 | 11.6.2021

Umsagnir

Velferðarnefnd | 25.1.2021
Akureyrarbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 11.1.2021
Barnaheill (umsögn)
Velferðarnefnd | 11.1.2021
Barnaverndarstofa (umsögn)
Velferðarnefnd | 7.5.2021
Velferðarnefnd | 25.1.2021
Kópavogsbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 18.1.2021
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 18.5.2021
Persónuvernd (athugasemd)
Velferðarnefnd | 1.2.2021
Reykjavíkurborg (umsögn)
Velferðarnefnd | 13.1.2021