Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

354 | Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

151. þing | 30.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 23 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sett verði heildarlög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Frumvarpið byggir á víðtækri skilgreiningu á hugtakinu farsældarþjónusta sem er nýtt yfirheiti yfir þjónustu sem mælt er fyrir um í lögum að sé veitt á vegum ríkis og sveitarfélaga sem á þátt í að efla eða tryggja farsæld barns. Gert er ráð fyrir að fram fari víðtæk stefnumótun hvað varðar samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Lagt er til að kveðið verði á um samræmda mælikvarða sem lýsa stigskiptingu þjónustu í þágu farsældar barna og að mælt verði fyrir um skyldu til að stigskipta allri farsældarþjónustu. Gert er ráð fyrir að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur með tilgreindum hætti aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu án hindrana. Þá er gert ráð fyrir að markaður verði skýr farvegur fyrir samstarf mismunandi þjónustukerfa.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkisins fyrstu árin eftir gildistöku laganna verði 400 milljónir kr. vegna nýrra verkefna hjá heilbrigðiskerfi, löggæslu og framhaldsskólum. Þar að auki er áætlaður kostnaður vegna innleiðingar á þeim tíma 100 milljónir kr. árin 2021 og 2022 og 50 milljónir kr. árin 2023 og 2024.

Aðrar upplýsingar:

Viljayfirlýsing um aukið samstarf í þágu barna. Félagsmálaráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, 7. september 2018.

Þingmannanefnd um málefni barna. Félagsmálaráðuneytið, 8. október 2018.

Stýrihópur Stjórnarráðsins í málefnum barna. Félagsmálaráðuneytið, 22. janúar 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 440 | 30.11.2020
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1549 | 31.5.2021
Þingskjal 1573 | 1.6.2021
Þingskjal 1614 | 10.6.2021
Þingskjal 1723 | 11.6.2021

Umsagnir

Velferðarnefnd | 25.1.2021
ADHD samtökin (umsögn)
Velferðarnefnd | 25.1.2021
Akureyrarbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 11.1.2021
Barnaheill (umsögn)
Velferðarnefnd | 11.1.2021
Barnaverndarstofa (umsögn)
Velferðarnefnd | 7.5.2021
Velferðarnefnd | 20.1.2021
Hafnarfjarðarbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 25.1.2021
Kópavogsbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 10.1.2021
Velferðarnefnd | 19.1.2021
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 18.5.2021
Persónuvernd (athugasemd)
Velferðarnefnd | 1.2.2021
Reykjavíkurborg (umsögn)
Velferðarnefnd | 12.1.2021