Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

345 | Lax- og silungsveiði (minnihlutavernd o.fl.)

151. þing | 26.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að takmarka þá hættu sem annars vegar felst í því að þeir sem fara með meiri hluta atkvæðisréttar í veiðifélagi taki ákvörðun um takmörkun veiði í andstöðu við markmið laganna um skynsamlega og hagkvæma nýtingu og hins vegar að þeir sem fara með talsvert atkvæðavægi taki ákvörðun um að ráðstafa veiðiréttinum til sín eða tengdra aðila.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að styrkja minnihlutavernd í veiðifélagi með sérstökum reglum um atkvæðavægi á fundum. Þá eru lagðar til breytingar sem skerpa á úrræðum Fiskistofu, m.a. vegna ólögmætra framkvæmda. Einnig eru lagðar til breytingar sem auðvelda sameigendum að taka þátt í atkvæðagreiðslum innan veiðifélaga. Þá er lögð til breyting á skipan matsnefndar sem og breyting á kostnaðarfyrirkomulagi vegna starfa matsnefndar skv. VII. kafla laganna. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur

Þingskjöl

Þingskjal 419 | 26.11.2020
Þingskjal 1168 | 31.3.2021
Þingskjal 1222 | 14.4.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1230 | 15.4.2021
Þingskjal 1249 | 21.4.2021
Þingskjal 1396 | 11.5.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1442 | 17.5.2021
Þingskjal 1458 | 18.5.2021

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 10.2.2021
Fiskistofa (umsögn)
4.1.2021