Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

344 | Neytendastofa o.fl. (stjórnsýsla neytendamála)

151. þing | 26.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að fækka ríkisstofnunum og auka skilvirkni og hagkvæmni eftirlits í þágu atvinnulífs og neytenda.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að stjórnsýsluverkefni á sviði vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu og mælifræði verði færð frá Neytendastofu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þá er lagt til að stjórnsýsluverkefni á sviði rafrænnar auðkenningar og traustþjónustu verði færð til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Neytendastofu, nr. 62/2005.

Lög um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, nr. 137/2019.
Lög um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, nr. 134/1995.
Vopnalög, nr. 16/1998.
Lög um vörur unnar úr eðalmálmum, nr. 77/2002.
Lög um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, nr. 91/2006.
Lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nr. 87/2018.
Lög um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti, nr. 55/2019.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að fjárhagsáhrifin rúmist innan heildarútgjaldaramma ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum og fjármálaáætlun 2021–2025 þar sem fyrst og fremst er um að ræða tilflutning verkefna milli ríkisaðila.

Afgreiðsla: Samþykkt með breytingum sem voru að mestu tæknilegs eðlis.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 418 | 26.11.2020
Þingskjal 1022 | 16.3.2021
Þingskjal 1038 | 16.3.2021
Flutningsmenn: Óli Björn Kárason
Þingskjal 1044 | 16.3.2021

Umsagnir

30.11.2020