Markmið: Að tryggja gagnsæi upplýsinga um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan verðbréfamarkað til að stuðla að vernd fjárfesta og skilvirkni markaðarins.
Helstu breytingar og nýjungar:
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á gagnsæistilskipun ESB auk ákvæða tveggja annarra Evróputilskipana. Gagnsæistilskipunin mælir einkum fyrir um samræmingu reglna um birtingu reglulegra upplýsinga um útgefendur verðbréfa sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og um birtingu upplýsinga um breytingu á verulegum hlut atkvæðisréttar eða eignarhaldi í slíkum útgefendum. Með frumvarpinu er lagt til að um reglubundna og viðvarandi upplýsingaskyldu útgefanda verðbréfa og flöggunarskyldu gildi sérlög og hliðstæð ákvæði í lögum um verðbréfaviðskipti verði felld brott. Gert er ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með birtingu upplýsinga í samræmi við ákvæði frumvarpsins og til þess hafi það sambærilegar eftirlits- og viðurlagaheimildir og í öðrum sérlögum á fjármálamarkaði.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um ársreikninga, nr.
3/2006, lögum um verðbréfaviðskipti nr.
108/2007, og lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr.
45/2020.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir verulegum áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins
2004/109/EB frá 15. desember 2004 um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað og um breytingu á tilskipun
2001/34/EB (gagnsæistilskipunin).
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins
2010/78/ESB frá 24. nóvember 2010 um breytingu á tilskipunum
98/26/EB,
2002/87/EB,
2003/6/EB,
2003/41/EB,
2003/71/EB,
2004/39/EB,
2004/109/EB,
2005/60/EB,
2006/48/EB,
2006/49/EB og
2009/65/EB að því er varðar valdsvið Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) og Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin).
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins
2013/50/ESB frá 22. október 2013 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins
2004/109/EB um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan verðbréfamarkað, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins
2003/71/EB um útboðs- og skráningarlýsingu sem birta skal við almennt útboð verðbréfa eða þegar þau eru tekin til skráningar, og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar
2007/14/EB um nákvæmar reglur til framkvæmdar tilteknum ákvæðum tilskipunar
2004/109/EB.
Afgreiðsla: Samþykkt með breytingum sem voru að mestu tæknilegs eðlis.
Efnisflokkar:
Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál
|
Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit
|
Atvinnuvegir: Viðskipti