Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

336 | Jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku (verðlagshækkun)

151. þing | 25.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að jöfnunargjald raforku verði uppfært til samræmis við verðlagsþróun frá 2015, þ.e. að það hækki um 13%, sem þýðir að það verði 0,34 kr. á hverja kílóvattstund vegna forgagnsorku (í stað 0,30 kr.) en 0,11 kr. á hverja kílóvattstund vegna skerðanlegrar raforku (í stað 0,10 kr.).

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, nr. 98/2004.

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af hækkuðu jöfnunargjaldi raforku fari úr 991 milljónum kr. í 1.122 milljónir kr. Útgjöld ríkissjóðs hækka að sama skapi þannig að áhrif á afkomu ríkissjóðs verða engin.

Afgreiðsla: Samþykkt með breytingu tæknilegs eðlis sem er ekki ætlað að hafa efnisleg áhrif.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Byggðamál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir

Þingskjöl

Þingskjal 397 | 25.11.2020
Þingskjal 586 | 14.12.2020
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 635 | 17.12.2020
Þingskjal 678 | 17.12.2020

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 8.12.2020
Byggðastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 9.12.2020
HS Veitur (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 9.12.2020
Rarik ohf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 11.12.2020