Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

335 | Hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. (niðurdæling koldíoxíðs)

151. þing | 24.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja örugga föngun, flutning og niðurdælingu koldíoxíðs í jarðlög á Íslandi og í efnahagslögsögu landsins í því skyni að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að efni tilskipunar 2009/31/EB um geymslu koldíoxíðs í jörðu verði innleitt í íslensk lög og kolefnisföngun og niðurdæling koldíoxíðs til varanlegrar geymslu heimiluð á íslensku yfirráðasvæði. Í því mun felast að leyfð verður hefðbundin niðurdæling koldíoxíðs til geymslu (e. carbon capture storage (CCS)) sem og niðurdæling koldíoxíðs til steinrenningar, þ.e. Carbfix-aðferðin sem þróuð hefur verið hér á landi (e. carbon capture mineralization (CCM)).

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.

Lög um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.
Lög um loftslagsmál, nr. 70/2012.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/31/EB frá 23. apríl 2009 um geymslu koltvísýrings í jörðu og um breytingu á tilskipun ráðsins 85/337/EBE, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB, 2001/80/EB, 2004/35/EB, 2006/12/EB, 2008/1/EB og reglugerð (EB) nr. 1013/2006.

Afgreiðsla: Samþykkt með örfáum breytingum sem voru tæknilegs eðlis.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Umhverfismál: Mengun  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 391 | 24.11.2020
Þingskjal 948 | 2.3.2021
Þingskjal 973 | 4.3.2021
Flutningsmenn: Ari Trausti Guðmundsson
Þingskjal 974 | 11.3.2021
Þingskjal 1015 | 11.3.2021

Umsagnir