Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til nýtt úrræði, viðspyrnustyrkir, til að koma til móts við vanda rekstraraðila vegna kórónuveirufaraldursins. Lagt er til að þeir rekstraraðilar sem hafa orðið fyrir minnst 60% tekjufalli í hverjum almanaksmánuði á tímabilinu frá nóvember 2020 til og með maí 2021, samanborið við sama almanaksmánuð árið 2019, geti fengið styrk til að mæta rekstrarkostnaði. Gert er ráð fyrir að styrkurinn geti numið allt að 90% af rekstrarkostnaði en hann geti þó ekki orðið hærri en sem nemur tekjufallinu í viðkomandi mánuði. Þá er gert ráð fyrir að viðspyrnustyrkur verði ekki hærri en 400 þúsund kr. fyrir hvert stöðugildi hjá rekstraraðila og að hámarki 2 milljónir kr. ef tekjufall rekstraraðila var á bilinu 60–80% en 500 þúsund kr. fyrir hvert stöðugildi hjá rekstraraðila og að hámarki 2,5 milljónir kr. ef tekjufall rekstraraðila var meira en 80%.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020.
Kostnaður og tekjur:
Aðrar upplýsingar: Ríkisstjórnin samþykkir enn frekari efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, 30. október 2020.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Rekstraraðilum verður heimilt, við útreikning styrkfjárhæðar, að miða annaðhvort við fjölda stöðugilda í þeim mánuði sem umsókn styrks snýr að eða í sama mánuði árið 2019. Hafi rekstraraðili hafið starfsemi eftir upphaf sama almanaksmánaðar árið 2019 verður heimilt að miða við meðalfjölda stöðugilda hjá rekstraraðila þá heilu almanaksmánuði 2019 sem hann starfaði.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Viðskipti