Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

329 | Sóttvarnalög (opinberar sóttvarnaráðstafanir o.fl.)

151. þing | 23.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 16 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að tryggja betur samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni. Að skýra betur þær heimildir sem stjórnvöld hafa til opinberra sóttvarnaráðstafana í samræmi við kröfur lögmætisreglunnar og lagaáskilnaðarreglna stjórnarskrárinnar.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar á tilteknum ákvæðum laganna en einna helst á IV. kafla um opinberar sóttvarnaráðstafanir. Lagt er til að skýrð verði betur þau úrræði sem sóttvarnalæknir og ráðherra geta gripið til vegna hættu á farsóttum til eða frá Íslandi, innan lands og hættu á útbreiðslu smits frá einstaklingum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Sóttvarnalög, nr. 19/1997.

Kostnaður og tekjur:

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Alþjóðaheilbrigðisreglugerð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Afgreiðsla: Samþykkt með talsverðum breytingum. Gerðar voru breytingar á hugtakaskilgreiningum. Sóttvarnalækni var veitt heimild til að opna sóttvarnahús á vegum stjórnvalda. Fellt var brott ákvæði þess efnis að sóttvarnaráð skyldi vera sóttvarnalækni til ráðgjafar um mótun stefnu í sóttvörnum og heilbrigðisyfirvöldum um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Bætt var við ákvæði um að ekki skuli stöðva atvinnurekstur nema að því marki sem starfsemin felur í sér áhættu á útbreiðslu farsóttar. Fallið var frá því að kveða á um heimild ráðherra, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, til að grípa til útgöngubanns. Fallið var frá því að ráðherra væri heimilað að skylda ferðamenn til að undirgangast ónæmisaðgerðir.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 385 | 23.11.2020
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 806 | 27.1.2021
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 807 | 27.1.2021
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 838 | 11.2.2021
Þingskjal 845 | 3.2.2021
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 865 | 4.2.2021

Umsagnir

Velferðarnefnd | 12.12.2020
Birgir Björgvinsson (athugasemd)
Velferðarnefnd | 19.1.2021
Gunnar Tómasson (umsögn)
Velferðarnefnd | 2.12.2020
Guðrún Bergmann (umsögn)
Velferðarnefnd | 19.1.2021
Velferðarnefnd | 12.12.2020
Velferðarnefnd | 11.12.2020
Velferðarnefnd | 13.1.2021
Landspítalinn (umsögn)
Velferðarnefnd | 9.12.2020
Velferðarnefnd | 12.12.2020
Velferðarnefnd | 13.12.2020
Velferðarnefnd | 11.12.2020