Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 28 | Þingskjöl: 12 | Staða: Lokið
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, lögum um um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006, lögum um útsenda starfsmenn og skyldur erlendra þjónustuveitenda, nr. 45/2007, og lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995.
Kostnaður og tekjur: Í fjármálaáætlun 2020–2024 er m.a. gert ráð fyrir að aukning á útgjöldum Fæðingarorlofssjóðs vegna þeirra breytinga á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem hér eru lagðar til hvað varðar lengingu á rétti foreldra til fæðingarorlofs/fæðingarstyrks í tólf mánuði samanlagt rúmist innan fjárlaga komandi ára. Kostnaður vegna breytinga á tölvukerfum Vinnumálastofnunar er áætlaður um 20 milljónir kr. Þá er gert ráð fyrir að kostnaður vegna annarra atriða í frumvarpinu geti orðið á bilinu 55 til 87 milljónir kr.
Aðrar upplýsingar: Fæðingarorlofssjóður.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum en þeirri helstri að framseljanlegur réttur foreldris af sjálfstæðum rétti sínum til hins foreldrisins var lengdur úr einum mánuði í sex vikur.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menntamál