Markmið:
Að flytja ákvæði um Tækniþróunarsjóð í sérlöggjöf svo að tryggður sé lagagrundvöllur fyrir starfsemi hans.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að sett verði sérlög um Tækniþróunarsjóð. Ekki eru lagðar til efnislegar breytingar á ákvæðum um sjóðinn í núgildandi lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr.
75/2007, fyrir utan þá viðbót að skýrt er tekið fram að Tækniþróunarsjóði sé heimilt að styrkja rannsóknir og tækniþróun í samstarfi við erlenda sjóði.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Tækniþróunarsjóður.
Afgreiðsla:
Samþykkt með fáeinum breytingum. Ákvæði um heimild Tækniþróunarsjóðs til eignarhalds í sprotafyrirtækjum var felld brott. Bætt var við ákvæði þar sem skýrt er kveðið á um heimild stjórnar Tækniþróunarsjóðs til þátttöku í alþjóðlegum samfjármögnuðum verkefnum og að heimilt sé að byggja úthlutun styrkja á mati fagráða sem skipuð eru sameiginlega af samstarfsaðilum.
Efnisflokkar:
Samfélagsmál: Atvinnumál
|
Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins
|
Mennta- og menningarmál: Menntamál