Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

312 | Fjárhagslegar viðmiðanir

151. þing | 17.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða viðmiðanareglugerð ESB í íslenskan rétt.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að reglugerð (ESB) nr. 2016/1011, viðmiðanareglugerðin, verði lögfest. Með „viðmiðunum“ er í stórum dráttum átt við tölur sem eru almenningi aðgengilegar, eru ákvarðaðar með reglulegu millibili á grundvelli tiltekinna verðgilda og eru notaðar til að ákvarða greiðslur, virði fjárhagslegra gerninga eða eignaskiptingu fjárfestingarsjóða. Reglugerðin hefur að geyma reglur um gerð og notkun viðmiðunarvísitalna á borð við EURIBOR sem liggja til grundvallar ýmsum samningum á sviði fjármálamarkaðar. Meðal annars er mælt fyrir um starfsleyfi og starfshætti aðila sem taka saman viðmiðunarvísitölur, aðferða­fræði við vinnslu þeirra og eftirlit.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um neytendalán, nr. 33/2013, og lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 frá 8. júní 2016 um vísitölur sem notaðar eru sem viðmiðanir í fjármálagerningum og fjárhagslegum samningum eða til að mæla árangur fjárfestingarsjóða og um breytingu á tilskipunum 2008/48/EB og 2014/17/ESB og reglugerð (ESB) nr. 596/2014 (viðmiðanareglugerðin).

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum tæknilegum breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 348 | 17.11.2020
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 836 | 3.2.2021
Þingskjal 846 | 3.2.2021

Umsagnir