Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

310 | Listamannalaun (tímabundin fjölgun starfslauna og styrkja)

151. þing | 17.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 14 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að gera fleiri listamönnum kleift að starfa að listsköpun sinni á árinu 2021.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að samanlögðum starfslaunum listamanna árið 2021 verði fjölgað tímabundið úr 1.600 mánaðarlaunum í 2.150 mánaðarlaun. Gert er ráð fyrir því að hlutfallsskipting starfslauna árið 2021 taki mið af þeim listgreinum sem harðast hafa orðið úti í heimsfaraldri kórónuveiru á árinu 2020. Lagt er til að sviðslistafólk og tónlistarflytjendur njóti mestrar hlutfallslegrar hækkunar en að allar listgreinar
njóti einnig hækkunar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um listamannalaun, nr. 57/2009.

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna aukins framlags til starfslauna verði 225 milljónir kr.

Aðrar upplýsingar: Mikið tekjufall hjá listamönnum vegna COVID-kreppunnar. Bandalag háskólamanna, 16. október 2020.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál

Þingskjöl

Þingskjal 346 | 17.11.2020
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir
Þingskjal 565 | 11.12.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 643 | 16.12.2020

Umsagnir