Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimilt sé að greiða þeim sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins tekjutengdar atvinnuleysisbætur í allt að sex mánuði hafi þeir ekki þegar nýtt sér rétt sinn til tekjutengdra atvinnuleysisbóta á yfirstandandi bótatímabili fyrir 1. júní 2020.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs verði á bilinu 315–419 milljónir kr.
Afgreiðsla: Samþykkt með þónokkrum breytingum. Framlengdur var réttur á 6% óskertum grunnatvinnuleysisbótum með hverju barni til og með 31. des. 2021; hlutabótaleiðin var framlengd til og með 31. maí 2021; og launamönnum hjá lögaðilum sem reka óhagnaðardrifna atvinnustarfsemi var gert mögulegt að sækja um hlutabætur.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar | Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins