Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að bæta gæði skjölunar og skil skjölunarskyldra aðila á upplýsingum vegna milliverðlagningar.
Helstu breytingar og nýjungar: Annars vegar er lagt til að skýra orðalag 1. málsl. 5. mgr. 57. gr. laga um tekjuskatt svo að ljóst sé að skjölunarskylda aðila nái einnig til viðskipta lögaðila við fasta starfsstöð sína. Hins vegar er lagt til að ríkisskattstjóri fái sektarheimild þar sem skort hefur úrræði til að framfylgja því að skattaðili sinni skyldu sinni skv. 5. mgr. 57. gr. um skjölunarskyldu aðila.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum breytingum, einkum hvað varðar sektarheimildir.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar