Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 14 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að hámarkshraði í vistgötum verði hækkaður úr 10 km á klst. í 15 km á klst. Þá er lagt til að veghaldara verði veitt sérstök heimild til að leyfa akstur íbúa og rekstraraðila um göngugötur til og frá lóð þeirra. Gert er ráð fyrir að skráningarskylda eftirvagna sem gerðir eru fyrir 750 kg heildarþyngd eða minna verði afnumin. Einnig er lagt til að heimilt verði að beita sektum ef hjólreiðamaður brýtur gegn ákvæðum um undanþáguheimildir fyrir hjólreiðamenn. Að auki er lagt til að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) verði veitt heimild til að leggja gjald á framleiðendur ökutækja, sem ekki uppfylla viðmið um hámarksútblástur koltvísýrings, svo að hægt sé að innleiða reglugerð (ESB) nr. 2019/631 í íslenskan rétt.
Breytingar á lögum og tengd mál: Umferðarlög, nr. 77/2019.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á tekjur ríkisins.
Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 frá 17. apríl 2019 um að setja staðla um frammistöðu vegna losunar koltvísýrings fyrir nýjar fólksbifreiðar og ný, létt atvinnuökutæki og um niðurfellingu reglugerða (EB) nr. 443/2009 og (ESB) nr. 510/2011.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum, m.a. þeirri að skráningarskylda á léttum bifhjólum í flokki I var afnumin.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Umhverfismál: Mengun