Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

276 | Náttúruvernd (málsmeðferð o.fl.)

151. þing | 11.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stytta kynningartíma áforma um friðlýsingu og umsagnartíma um drög að friðlýsingarskilmálum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að tímafrestir sem eru ætlaðir til kynninga á áformum um tilteknar friðlýsingar og til kynningar á friðlýsingarskilmálum verði styttir. Þá er lagt til að undanþáguheimild frá ákvæðum frið­lýs­­­inga verði færð frá ráðherra til Umhverfisstofnunar. Auk þess er lagt til að bætt verði við skyldu til að kortleggja óbyggð víðerni.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um náttúruvernd, nr. 60/2013.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður við kortlagningu óbyggðra víðerna verði á bilinu 5–10 milljónir kr. en rúmist innan fjárheimilda á málefnasviði 17 Umhverfismál.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 308 | 11.11.2020
Þingskjal 800 | 27.1.2021
Þingskjal 839 | 3.2.2021
Þingskjal 848 | 3.2.2021

Umsagnir

Landvernd (umsögn)