Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

275 | Skipulagslög (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis)

151. þing | 11.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 16 | Þingskjöl: 5 | Nefnd: US | Staða: Í nefnd (eftir 2. umræðu)

Samantekt

Markmið:

Að einfalda stjórnsýslu við gerð skipulagsáætlana og útgáfu framkvæmdaleyfa vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku. Að stuðla að einfaldari og fljótvirkari stjórnsýslu sem ýti undir hraðari uppbyggingu og aukið framboð íbúðarhúsnæðis.

Helstu breytingar og nýjungar:

Með frumvarpinu er kveðið á um heimild til að unnið sé sérstakt innviðaskipulag sem tekur til svæðis þvert á sveitarfélagsmörk til að auðvelda og flýta fyrir uppbyggingu flutningskerfis raforku. Gert er ráð fyrir að gerð slíks skipulags verði í höndum nefndar sem skipuð verður fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Þá er lagt til að kveðið verði á um styttan umsagnarfrest við auglýstar deiliskipulagstillögur vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis með það að markmiði að auka skilvirkni í stjórnsýslu. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Skipulagslög, nr. 123/2010.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið að lögum er talið að áhrif á ríkissjóð verði óveruleg ef nokkur.

Aðrar upplýsingar:


Tillögur undirhóps átakshóps um úrbætur á innviðum vegna óveðurs í desember 2019 (31. janúar 2020).

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd til 3. umræðu.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Byggðamál  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 307 | 11.11.2020
Þingskjal 1118 | 25.3.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1119 | 25.3.2021
Þingskjal 1202 | 12.4.2021
Flutningsmenn: Andrés Ingi Jónsson
Þingskjal 1247 | 21.4.2021

Umsagnir

Landvernd (umsögn)
Samorka (umsögn)