Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

272 | Kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur)

151. þing | 11.11.2020 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: SE | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (23.3.2021)

Samantekt

Markmið: Að lækka kosningaaldur í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að hver íslenskur ríkisborgari sem hefur náð 16 ára aldri á kjördag í sveitarstjórnarkosningum fái kosningarrétt. Einnig er gert ráð fyrir að ríkisborgarar Norðurlandanna, sem hafa átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, og aðrir erlendir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, og náð hafa 16 ára aldri á kjördag eigi kosningarrétt í sveitarstjórnarkosningum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998.

Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.

Aðrar upplýsingar:

Vefsíða um lýðræðisátakið #ÉgKýs á vegum Landssambands ungmennafélaga og Sambands íslenskra framhaldsskólanema.

Youth, Democracy, and Democratic Exclusion in the Nordic Countries. Norræna ráðherranefndn, 2017.

Ødegaard Borge, Julie Ane (2016). Creating Democratic Citizens? An Analysis of Mock Elections as Political Education in School (doktorsritgerð, Háskólinn í Björgvin).

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Umsagnir