Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

267 | Almenn hegningarlög (kynferðisleg friðhelgi)

151. þing | 11.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styrkja réttarvernd einstaklinga gegn brotum á kynferðislegri friðhelgi þeirra. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að kveðið verði á um refsingu við brotum á kynferðislegri friðhelgi. Er þar átt við heimildarlausa töku og birtingu á kynferðis­legu eða nærgöngulu efni, hvort sem er stafrænt eða á annan hátt.

Breytingar á lögum og tengd mál: Almenn hegningarlög, nr. 19/1940.

Lög um meðferð sakamála, nr. 88/2008.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Kynferðisleg friðhelgi. Umfjöllun um réttarvernd og ábendingar til úrbóta. Forsætisráðuneytið, janúar 2020.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 296 | 11.11.2020
Þingskjal 833 | 2.2.2021
Þingskjal 863 | 11.2.2021
Þingskjal 904 | 17.2.2021

Umsagnir