Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

266 | Schengen-upplýsingarkerfið á Íslandi

151. þing | 11.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja öryggi á Íslandi og Schengen-svæðinu í heild, þ.m.t. almannaöryggi, allsherjarreglu og öryggi ríkisins. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Um er að ræða frumvarp til nýrra heildarlaga þar sem lagt er til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar til að innleiða þrjár reglugerðir Evrópusambandsins um Schengen-upplýsingakerfið. Í frumvarpinu er með mun ítarlegri hætti kveðið á um einstaka þætti upplýsinga­kerfis­ins, notkun þess og vinnslu upplýsinga en í núgildandi lögum. Þá felur frumvarpið í sér að við bætast nýjar upplýsingar sem heimilt er að skrá í kerfið, öryggi kerfisins er almennt aukið og reglur um persónuvernd eru styrktar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi, nr. 16/2000.

Kostnaður og tekjur: Ekki er hægt að leggja nákvæmt mat á heildarkostnað við lagasetninguna vegna þeirrar óvissu sem til staðar er um fjárfestingar í Schengen-upplýsingakerfunum. Fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir að fjárfesta þurfi fyrir 2.200 milljónir kr. í nýjum upplýsingakerfum og endurnýjun á þeim eldri og þau verði að hluta til fjármögnuð með fjárveitingum á fjárlögum 2019 og 2020. Varanlegur rekstrarkostnaður er áætlaður 20–32 milljónir kr. til að mæta kostnaði upplýsingatæknideildar ríkislögreglustjóra vegna reksturs upplýsingakerfa frá og með árinu 2022.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1860 frá 28. nóvember 2018 um notkun Schengen-upplýsingakerfisins við endursendingu ríkisborgara þriðju landa sem dvelja ólöglega í aðildarríkjunum.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1861 frá 28. nóvember 2018 um stofnsetningu, rekstur og notkun Schengen-upplýsingakerfisins (SIS) á sviði landamæraeftirlits og um breytingu á samningnum um framkvæmd Schengen-samkomulagsins og um breytingu og niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1987/2006.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1862 frá 28. nóvember 2018 um stofnsetningu, rekstur og notkun Schengen-upplýsingakerfisins (SIS) á sviði lögreglusamvinnu og dómsmálasamstarfs í sakamálum, um breytingu og niðurfellingu ákvörðunar ráðsins 2007/533/DIM og um niðurfellingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1986/2006 og ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2010/261/ESB.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum. Skilgreiningunni á „sjálfviljugri brottför“ var breytt í samræmi við skilgreiningu Evróputilskipunar nr. 2008/115/EB. Jafnframt var hugtakinu breytt í „brottför af frjálsum vilja“.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 295 | 11.11.2020
Þingskjal 1327 | 3.5.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1328 | 3.5.2021
Þingskjal 1383 | 20.5.2021
Þingskjal 1411 | 11.5.2021

Umsagnir