Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að betri nýtingu fjarða og hafsvæða til fiskeldis.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fiskeldi, nr. 71/2008.
Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið að lögum getur það leitt til tekjuaukningar fyrir ríkissjóð en ekki kemur fram í frumvarpinu um hve háar upphæðir gæti verið að ræða.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Ákveðið var að breytingin í 1. gr. frumvarpsins yrði frekar sett fram sem bráðabirgðaákvæði, m.a. til þess að telja með tæmandi hætti í ákvæðinu þau svæði sem það skal taka til auk þess að kveða skýrt á um að ákvæðinu sé ekki ætlað að ná yfir aðrar úthlutanir í framtíðinni. Þá var ákveðið að við ákvörðun lágmarksverðs lífmassa til úthlutunar skuli taka mið af íslenskum aðstæðum og gjaldaumhverfi þar sem byggt er á hlutlægum og málefnalegum forsendum.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Landbúnaður | Atvinnuvegir: Sjávarútvegur | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd | Atvinnuvegir: Viðskipti