Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

265 | Fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi)

151. þing | 5.11.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að betri nýtingu fjarða og hafsvæða til fiskeldis.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að heimilað verði einnig að bjóða út lífmassa (margfeldi af fjölda og meðalþyngd eldisdýra á tilteknu eldissvæði í sjó eða landeldi) við fiskeldi í sjókvíum í stað þess að heimilt sé aðeins að bjóða út eldissvæði.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fiskeldi, nr. 71/2008.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið að lögum getur það leitt til tekjuaukningar fyrir ríkissjóð en ekki kemur fram í frumvarpinu um hve háar upphæðir gæti verið að ræða.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Ákveðið var að breytingin í 1. gr. frumvarpsins yrði frekar sett fram sem bráðabirgðaákvæði, m.a. til þess að telja með tæmandi hætti í ákvæðinu þau svæði sem það skal taka til auk þess að kveða skýrt á um að ákvæðinu sé ekki ætlað að ná yfir aðrar úthlutanir í framtíðinni. Þá var ákveðið að við ákvörðun lágmarksverðs lífmassa til úthlutunar skuli taka mið af íslenskum aðstæðum og gjaldaumhverfi þar sem byggt er á hlutlægum og málefnalegum forsendum.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 294 | 5.11.2020
Þingskjal 1161 | 31.3.2021
Þingskjal 1248 | 19.4.2021
Þingskjal 1484 | 20.5.2021
Flutningsmenn: Jón Gunnarsson
Þingskjal 1521 | 26.5.2021

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 1.12.2020
Arnarlax hf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 1.12.2020
Fjarðabyggð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 2.12.2020
Hábrún ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 27.11.2020
Atvinnuveganefnd | 1.12.2020
Ísafjarðarbær (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 2.12.2020
Lax-á ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 4.12.2020
Matvælastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.11.2020
Umhverfisstofnun (umsögn)