Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

22 | Kynrænt sjálfræði (ódæmigerð kyneinkenni)

151. þing | 5.10.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 14 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja réttindi barna og standa vörð um líkamlega friðhelgi þeirra.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að meginreglan verði sú að varanlegar breytingar á kyneinkennum barns yngri en 16 ára sem fæðist með ódæmigerð kyneinkenni skuli einungis gerðar í samræmi við vilja barnsins. Sé barn sökum ungs aldurs ófært um að veita slíkt samþykki eða af öðrum sökum ófært um að gefa til kynna vilja sinn skal þó heimilt að breyta kyneinkennum þess varanlega ef heilsufarslegar ástæður krefjast þess og þá einungis að undangengnu ítarlegu mati á nauðsyn breytinganna og afleiðingum þeirra til skemmri og lengri tíma. Lagt er til að kveðið verði á um ítarlega málsmeðferð að því er varðar ákvörðun um varanlegar breytingar og m.a. er lagt til að mælt verði fyrir um að ráðherra skipi nýtt teymi um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Ályktun þings Evrópuráðsins nr. 2191 um mannréttindi intersex fólks (2017).


Ályktun Evrópuþingsins frá 14. febrúar 2019 um réttindi intersex fólks.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 22 | 5.10.2020
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 604 | 16.12.2020
Þingskjal 631 | 16.12.2020
Þingskjal 721 | 18.12.2020

Umsagnir