Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
151. þing
| 16.10.2020
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 20 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að viðhalda atvinnustigi og efnahagsumsvifum með því að styðja við litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir tímabundnu tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og aðgerða stjórnvalda til að verjast útbreiðslu hennar.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að einstaklingar og litlir lögaðilar í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi sem hafa orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020, samanborið við sama tímabil 2019, vegna heimsfaraldurs kórónuveiru eða aðgerða stjórnvalda til að hefta útbreiðslu hennar geti fengið styrk til að mæta rekstrarkostnaði á tímabilinu.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020.
Kostnaður og tekjur: Heildaráhrif á ríkissjóð eru óljós þar sem ekki er vitað hversu margir einyrkjar og lítil fyrirtæki munu uppfylla öll skilyrði frumvarpsins og sækja um styrkinn.
Afgreiðsla: Samþykkt með miklum breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti